Játar að hafa átt sprengiefnið

Annar mannanna sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að sprengjutilræðinu í Bangkok í Taílandi hefur játað að hafa átt efni til sprengjugerðar.

Maðurinn, Yusufu Mieraili, var handtekinn í síðustu viku skammt frá landamærum Kambódíu. Að sögn lögreglu játaði maðurinn að hafa átt efnið sem fannst í íbúð nýverið.

Taílenska lögreglan hefur ekki upplýst um þjóðerni mannsins en þegar hann var handtekinn var hann  með kínverskt vegabréf. Þar kom fram að hann væri fæddur í Xinjiang, en héraðið hefur ítrekað komist í fjölmiðla vegna árása á hendur minnihlutahóps múslíma, Uighur. 

Ekkert hefur verið gefið upp hver ástæðan fyrir tilræðinu var en sú saga fer fjöllum hærra að árásarmennirnir tengist Uighur þjóðflokknum. Taíland vísaði hópi flóttamanna úr hópi Uighur úr landi fyrr í sumar og sendi til aftur til Kína. 

Hinn maðurinn sem er í haldi lögreglu heitir Adem Karadag en hann var í íbúðinni sem lögregla gerði áhlaup á nýverið og lagði hald á efni til sprengjugerðar ofl. 

20 létust og yfir 120 særðust þegar rör­sprengja sprakk í hind­úa­helgi­dóm­in­um Eraw­an í miðborg Bang­kok í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert