Árásarmaðurinn í öryggismyndavél

Lögreglan í Tælandi hefur staðfest að ungur maður í gulum bol sem sést á öryggismyndavélum nálægt staðnum þar sem sprengja sprakk fyrir utan helgidóm í Bangkok sé árásarmaðurinn.

Á öryggismyndavél við helgidóminn má sjá hann ganga um með stóran svartan bakpoka áður en hann leggur bakpokann frá sér. Þá tekur hann upp símann og labbar í burtu og stuttu síðar sprakk sprengjan sem drap 22.

„Maðurinn í gula bolnum er ekki bara grunaður, hann er sprengimaðurinn,“ sagði Prawut Thavornsiri, talsmaður lögreglunnar í Tælandi við AP.

Upptakan af manninum er gerð aðeins örfáum mínútum áður en sprengjan sprakk. 

Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni í Bangkok. Helgidómurinn sem varð vettvangur sprengingarinnar er vinsæll ferðamannastaður á meðal bæði búddista og hindúa. Ríkisstjórnin hefur sent út tilkynningu þess efnis að árásinni hafi verið beint að henni og ástandinu í efnahagsmálum í landinu, og sérstaklega ferðamannaiðnaðinum. 

Sjá frétt The Guardian.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert