Losaði sig við sprengjuna í klósettið

Osama Krayem segist hafa losað sig við sprengiefnið með því …
Osama Krayem segist hafa losað sig við sprengiefnið með því að henda því í klósettið. JOHN THYS

Svíinn sem bendlaður var við árásirnar í Brussel og París, hefur sagt lögreglumönnum að hann hafi losað sig við sprengiefnin sem hann bar á sér í neðanjarðarlest í Brussel með því að henda því í klósettið.  

Osama Krayem, bleytti upp í TATP sprengiefninu sem hann hafði komið með inn á Maalbeek neðanjarðarlestarstöðina áður en sturta því niður um klósettið á íbúð árásarmannanna, að því að greint er frá í  belgíska dagblaðinu La Libre Belgique.

Rannsakendur eru sagðir leggja trúnað á fullyrðingar Krayem, þar sem TATP sprengiefnið er mikið notað af þeim hryðjuverkamönnum sem kenna sig við Ríki íslams, en sprengiefnið má búa til úr efnum auðvelt er að nálgast og það leysist upp í vatni.  

Belgíska sjónvarpsstöðin RTBF hefur birt sambærilegar fréttir, sem belgískir saksóknarar hafa neitað að staðfesta.

Krayem var handtekinn 8. apríl og var strax daginn eftir ákærður fyrir hryðjuverk og morð, vegna árásanna í Brussel í síðasta mánuði þar sem að 32 fórust og yfir 300 slösuðust. Krayem hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa tengst þeim sem stóðu að árásunum í París í nóvember þar sem 130 manns fórust.

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á báðum árásunum og bendir margt til þess að tengsl hafi verið milli hópanna sem að árásunum stóðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert