Vilja geta framkvæmt faðernispróf

Verðmæti dánarbúsins hleypur líklega á tugum milljarða króna.
Verðmæti dánarbúsins hleypur líklega á tugum milljarða króna. AFP

Dómstóll í Minnesota í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að lögmönnum sem vinna að því að greiða úr álitamálum um dánarbú Prince, sé heimilt að nálgast blóðsýni hjá dánardómstjóra ef framkvæma þarf faðernispróf í kjölfar andláts tónlistarmannsins.

Prince Rogers Nelson fannst látinn á heimili sínu í Minneapolis 21. apríl sl. Hann var 57 ára.

Hinn fjölhæfi og litríki tónlistarmaður eignaðist eitt barn, sem lést skömmu eftir fæðingu. Skiptastjórar búsins vilja hins vegar vera við öllu viðbúnir, þar sem ekki er talið útilokað að meintir erfingjar stigi fram.

Verðmæti dánarbúsins hefur ekki verið gefið upp en rétturinn að tónlist Prince er metinn á meira en 500 milljónir Bandaríkjadala. Engin erfðaskrá hefur fundist og að óbreyttu eru erfingjar tónlistarmannsins alsystir hans og fimm hálfsystkini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert