Dráp Harambe vekur athygli

Í fyrstu virtist Harambe forvitinn um drenginn en hróp og …
Í fyrstu virtist Harambe forvitinn um drenginn en hróp og köll viðstaddra virtust æsa górilluna upp. Skjáskot

Dreng­ur­inn sem féll í gór­ill­ugryfj­una í Cinc­innati Zoo & Bot­anical Garden á laug­ar­dag hef­ur verið út­skrifaður af sjúkra­húsi og dvel­ur nú heima í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. Hann er sagður ómeidd­ur, en starfs­menn dýrag­arðsins skutu og drápu gór­illu í garðinum af ótta við að líf drengs­ins væri í hættu.

Frétt mbl.is: Dreng­ur féll ofan í gór­ill­ugryfju

Skoðanir eru mjög skipt­ar á því hvort dýrag­arður­inn gerði rétt með því að skjóta hinn 17 ára Haram­be og hafa sum­ir kallaðir eft­ir því að móðir drengs­ins verði sótt til saka fyr­ir að hafa ekki haft eft­ir­lit með hon­um, með þeim af­leiðing­um að hann komst und­ir girðingu og ofan í gór­ill­ugryfj­una.

Kimber­ly Ann Perk­ins O'Conn­or fangaði hluta at­b­urðarás­ar­inn­ar á sím­ann sinn og sagði í sam­tali við CNN að hún hefði heyrt dreng­inn gant­ast með það við móður sína að fara ofan í díki í gryfj­unni. Skyndi­lega heyrðist eitt­hvað falla ofan í vatnið fyr­ir neðan og þegar fólk sá dreng­inn í dík­inu og fór að æpa vakti það at­hygli gór­ill­unn­ar.

Á mynd­band­inu virðist Haram­be fyrst og fremst for­vit­inn. Hann skoðar hend­ur drengs­ins og tog­ar hann á fæt­ur á buxn­a­strengn­um. Að sögn O'Conn­or virðast hróp og köll viðstaddra hins veg­ar hafa komið gór­ill­unni úr jafn­vægi og hún bregst við með því að taka í fót drengs­ins og draga hann á eft­ir sér.

Dreng­ur­inn reyndi að bakka frá Haram­be, sem togaði hann aft­ur til sín og ætlaði aug­ljós­lega ekki að leyfa hon­um að fara, seg­ir O'Conn­or.

Skipt­ar skoðanir um ákvörðun dýrag­arðsins

Starfs­menn dýrag­arðsins tóku þá ákvörðun að drepa dýrið frek­ar en taka áhætt­una á því að skjóta það með deyfi­lyfi. Deyfi­lyfið hefði ekki verkað sam­stund­is og þá er hætt við því að Haram­be hefði brugðið við að fá skotið í sig og tekið reiði sína út á drengn­um.

Spurð að því hvort auðvelt var fyr­ir dreng­inn að kom­ast í gryfj­una sagði O'Conn­or að hann hefði lík­lega haft tölu­vert fyr­ir því. For­svars­menn dýrag­arðsins hafa bent á að yf­ir­völd geri reglu­lega út­tekt á aðstæðum í garðinum, þ. á m. ör­yggi, en segj­ast munu skoða tálm­ana við gór­ill­ugryfj­una í kjöl­far at­viks­ins.

Dýrag­arður­inn hef­ur verið opnaður að nýju en gór­ill­ugryfjan er lokuð.

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in PETA eru meðal þeirra sem hafa notað tæki­færið til að benda á siðferðileg og praktísk álita­efni hvað varðar föng­un dýra. Í Twitter-færslu sögðu sam­tök­in m.a. að jafn­vel und­ir „bestu“ mögu­legu aðstæðum væri aldrei ásætt­an­legt að halda prímöt­um föng­um og að í til­fell­um á borð við þetta væri niðurstaðan dauði dýrs­ins.

Líkt og fyrr seg­ir hafa sum­ir kallað eft­ir því að for­eldr­ar drengs­ins verði látn­ir sæta ábyrgð vegna dráps gór­ill­unn­ar og aðrir hafa gagn­rýnt dýrag­arðinn fyr­ir að gæta ekki bet­ur að ör­yggi og fyr­ir ákvörðun sína um að skjóta Haram­be.

Þó virðast flest­ir á því að starfs­menn garðsins hafi ekki átt annarra kosta völ, þar sem ómögu­legt var að spá fyr­ir um hegðun dýrs­ins og fyr­ir­sjá­an­legt hver viðbrögðin hefðu orðið ef dreng­ur­inn hefði lát­ist sök­um þess að menn vildu þyrma gór­ill­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert