Móðir drengsins ekki sótt til saka

Í fyrstu virtist Harambe forvitinn um drenginn en hróp og …
Í fyrstu virtist Harambe forvitinn um drenginn en hróp og köll viðstaddra virtust æsa górilluna upp. Skjáskot

Móðir drengsins sem féll ofan í górillugryfju í dýragarðinum Cincinnati Zoo & Botanical Garden í Bandaríkjunum í lok síðasta mánaðar verður ekki sótt til saka fyrir að hafa ekki haft eftirlit með drengnum.  

Drengurinn klifraði yfir girðingu og féll ofan í gryfjuna þar sem hann hitti górilluna Harambe. Starfsmenn dýragarðsins skutu dýrið til bana. Margir hafa gagnrýnt móðurina fyrir að hafa ekki haft eftirlit með syni sínum sem leiddi til þess að dýrið var drepið.

Joe Deters, saksóknari í málinu, segir að drengurinn hafi tekið á sprett frá móður sinni sem gætti þriggja systkina hans.

Fréttir mbl.is um málið: 

Górillan gætti barnsins

Ætla að rannsaka dráp Harambe

Dráp Harambe vekur athygli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert