Skotárás í háskóla í Los Angeles

Um hundrað lögregluþjónar eru á svæðinu.
Um hundrað lögregluþjónar eru á svæðinu. AFP

Tveir létust í skotárás við Kaliforníuháskóla í Los Angeles síðdegis í dag. Mikill viðbúnaður lögreglu er á svæðinu en byssumaðurinn gengur enn laus.

Talsmaður skólans staðfesti að tveir hafi orðið fyrir skotum, en ekki er vitað hvort um nemendur eða starfsmenn skólans sé að ræða. Árásin átti sér stað í verkfræðiálmu skólans.

Byssumaðurinn var í svörtum jakka og svörtum buxum, að sögn nemenda.

Nemendum skólans hefur verið skipað að halda kyrru fyrir.

Einn nemandi, Bahjat Alirani, sagðist hafa verið í verkfræðiálmunni, að taka lokapróf, þegar hann sá lögregluþjón.

„Hann var með stóra byssu og sagði öllum að hlaupa og koma sér í burtu,“ sagði Alirani.

Lögreglan mætti strax á vettvang og er með mikinn viðbúnað á skólasvæðinu.

Kaliforníuháskóli í Los Angeles er rannsóknarháskóli og einn þeirra tíu háskóla sem mynda Kaliforníuháskóla. Hann var stofnaður árið 1919. Við skólann kenna um fjögur þúsund háskólakennarar en þar stunda um fjörutíu þúsund nemendur nám.

Uppfært kl. 18:49: Enn er óljóst hver byssumaðurinn er. Lögregluþjónar leita hans nú um allt háskólasvæðið. Lögreglan í Los Angeles hefur aðeins staðfest að enginn sé í haldi og lögreglumenn á vettvangi segja mögulegt að byssumaðurinn sé annar þeirra sem féll.

Fréttin verður uppfærð

Frétt NBC

Frétt Sky News

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert