30 þúsund manns bjargað í Louisiana

Þessi maður sigldi um götur borgarinnar Baton Rouge í Louisiana.
Þessi maður sigldi um götur borgarinnar Baton Rouge í Louisiana. AFP

Hátt í 30 þúsund manns hefur verið bjargað úr flóðum í ríkinu Louisiana í Bandaríkjunum, þar á meðal 78 ára konu sem var strandaglópur uppi í tré heila nótt, að sögn lögreglunnar.

Að minnsta kosti sjö hafa látið lífið í flóðunum, sem eiga sér engin fordæmi í Louisiana.

Allt var enn á floti þegar íbúar í ríkinu vöknuðu í morgun og hafa þeir ekki fengið skýr svör um hvenær ástandið mun batna.

„Þetta eru söguleg flóð sem eru að slá öll met,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. „Þetta heldur áfram, þessu er ekki lokið,“ bætti hann við. „Við vitum ekki hvenær það dregur úr flóðunum og þau munu halda áfram að aukast á einhverjum svæðum.“

Frétt mbl.is: Sex látnir í miklum flóðum 

Allt er á floti í borginni Baton Rouge í Lousiana.
Allt er á floti í borginni Baton Rouge í Lousiana. AFP

Lögreglustjórinn Mike Edmonson hafði þetta að segja um stöðu mála: „Um leið og flóðin eru í rénun þurfum við að fara inn í öll heimilin sem eru á kafi í vatni og athuga hvort nokkur er þar inni,“ sagði hann í samtali við CNN.

Rafmagnið er farið af um 40 þúsund heimilum og fyrirtækjum í ríkinu.

Hvíta húsið hefur lýst því yfir að fjögur svæði sem hafa lent í flóðunum séu stórslysasvæði.  

Rauði krossinn í Bandaríkjunum segir að flóðin séu þau verstu síðan stormurinn Sandy gekk yfir New York og New Jersey árið 2012.

Mark Buchert var sleiktur í framan af hundi sem hann …
Mark Buchert var sleiktur í framan af hundi sem hann tók þátt í að bjarga í Baton Rouge. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert