Vill tvíhliða viðskiptasamninga

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkin undir forystu Donalds Trump, verðandi forseta landsins, munu leggja áherslu á tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki í stað stórra samninga við mörg ríki. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir ónafngreindum ráðgjafa Trumps.

Fram kemur í fréttinni að Trump ætli ekki að blása nýju lífi í fríverslunarviðræður tólf ríkja við Kyrrahaf en samningurinn er frágenginn og aðeins eftir að undirrita hann. Eina ríkið sem hefur undirritað samninginn er Japan en önnur hafa ekki gert það. Þar á meðal Bandaríkin. Trump hefur einnig talað um að fríverslunarviðræðum við Evrópusambandið, sem staðið hafa yfir frá árinu 2013, verði ekki haldið áfram eftir embættistöku hans.

Haft er eftir ráðgjafanum, sem sagður er hafa óskað nafnleyndar þar sem honum sé ekki heimilt að tala opinberlega fyrir hönd verðandi stjórnvalda í Bandaríkjunum, að ríkisstjórn Trumps muni hins vegar leggja áherslu á fljóta afgreiðslu tvíhliða viðskiptasamninga. Samningur Kyrrahafsríkjanna væri dauður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert