Stjörnurnar leggja sitt af mörkum

Svipmyndir frá Houston. Borgin er á kafi í flóðum.
Svipmyndir frá Houston. Borgin er á kafi í flóðum. AFP

Hollywood-stjörnurnar leggja sitt af mörkum vegna hitabeltisstormsins Harvey sem nú geisar í Texas í Bandaríkjunum. Beyonce, sem upprunalega er frá Houston í Texas, vinnur nú að aðgerðaráætlun ásamt teymi á hennar vegum og sóknarprestinum í Houston.

Í frétt AFP segir að hún hafi lagt rausnarlega en ótilgreinda fjárhæð af mörkum vegna óveðursins í Houston en hún og eiginmaður hennar, Jay-Z, eru metin á milljarð Bandaríkjadala.

Söngkonan Beyonce er frá Houston sem er fjórða stærsta borg …
Söngkonan Beyonce er frá Houston sem er fjórða stærsta borg Bandaríkjanna. AFP

Grínistinn Kavin Hart lagði til 25 þúsund Bandaríkjadali til hjálparstarfs í Texas vegna flóðanna í ríkinu og skoraði á aðra vini sína að gera slíkt hið sama. Nafngreindi hann Beyonce og Jay-Z meðal annarra í áskoruninni.

Þá hefur tónlistarmaðurinn Drake, sem er frá Toronto í Kanada, einnig gefið út að hann vinni ásamt hjálparsamtökum í Texas að því að bjarga sem flestum. „Ég hvet alla til að gera hvað þeir geta til þess að aðstoða Texas-búa,“ sagði Drake í færslu á Instagram. „Það kemur okkur ansi langt ef allir leggja eitthvað af mörkum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert