Puigdemont verði settur af sem forseti

Mariano Rajoy í neðri deild spænska þingsins á miðvikudag.
Mariano Rajoy í neðri deild spænska þingsins á miðvikudag. AFP

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur lagt til að Carles Puigdemont verði settur af sem forseti Katalóníu. Þetta kom fram á þingfundi efri deildar spænska þingsins.

Rajoy hvatti þingmenn til að samþykkja að „víkja frá störfum forseta Katalóníu, varaforseta hans og öllum ráðherrum hans“.

Þingmenn ætla á þingfundinum að taka afstöðu til þeirrar ákvörðunar Rajoys að svipta héraðsstjórn Katalóníu völdum og efna til kosninga.

Kosning mun fara fram á þinginu um hvernig málum verður háttað í Katalóníu en þar var haldin ólögleg þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði héraðsins frá Spáni  1. október.

Ríkisstjórn Katalóníu ætlar einnig í að hittast í Barcelona þar sem tillaga um að kjósa um aðskilnað frá Spáni verður hugsanlega lögð fram.

 

 

Carles Puidgemont, forseti Katalóníu, vill ekki að kosið verði um nýja ríkisstjórn héraðsins. Hann hefur sent efri deild spænska þingsins bréf þar sem hann varar við afleiðingunum ef stjórnvöld í Madríd láta verða af því að taka völdin í héraðinu í sínar hendur.

Hann hefur varað við því að taki spænsk stjórnvöld yfir stjórn héraðsins gæti deila Katalóníu og Spánar versnað til muna.

Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert