Sagði af sér eftir dóm Nassars

Rektor Michigan State University (MSU) sagði af sér nokkrum klukkutímum eftir að Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, var dæmdur í 40-175 ára fangelsi. Nassar, sem starfaði við MSU á árunum 1997-2016, fékk dóm sinn fyrir að hafa misnotað tugi fimleikakvenna kynferðislega.

BBC segir Lou Anna Simon, rektor MSU, hafa undanfarið verið undir þrýstingi að segja af sér. Hefur hún alfarið hafnað fullyrðingum um að forsvarsmönnum MSU hafi verið kunnugt um misnotkunina, en látið hjá líða að bregðast við.

„Ég get aldrei tjáð fórnarlömbunum nægjanlega hversu leitt mér þykir að virtur læknir hafi reynst þetta vondur,“ sagði í yfirlýsingu Simon. „Að ill manneskja geti valdið slíku tjóni í skjóli læknismeðferðar.“

Sagði Simon frásagnir fórnarlamba Nassar vera „átakanlegar og sorglegar“.

Þingmenn Michiganríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær með miklum meirihluta ályktun um að Simon verði gert að segja af sér.

Yfir 100 kon­ur og stúlk­ur sökuðu Nass­ar um kyn­ferðis­lega mis­notk­un og hafa þær deilt hart á yf­ir­völd íþrótta­mála að hafa ekk­ert gert til að stöðva hann.

Á meðal þeirra eru gull­verðlauna­haf­arn­ir á Ólymp­íu­leik­un­um, Simo­ne Biles, Aly Ra­ism­an, Gabby Douglas og McKa­lyla Mar­oney.

Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, var dæmdur …
Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, var dæmdur í 40-175 ára fangelsi fyrir að hafa misnotað tugi fimleikakvenna kynferðislega. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert