Ber að taka tilmæli nefndar SÞ alvarlega

„Ég tel að ríkisstjórn Íslands beri að taka tilmælin alvarlega til að sýna samvinnuvilja við þessa alþjóðlegu nefnd,“ segir Jakob Möller, fyrrverandi yfirmaður kærudeildar SÞ í um aldarfjórðung, um þá niðurstöðu Mannréttindanefndar SÞ að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn réttindum tveggja sjómanna, sem skutu máli sínu til nefndarinnar eftir að Hæstiréttur dæmdi gegn þeim fyrir að hafa farið á veiðar án kvóta.

„Ég hygg að Íslandi sé ekkert að vanbúnaði að tilkynna nefndinni að það muni láta fara fram endurskoðun á þessu fiskveiðakerfi, burtséð frá því hvort slík endurskoðun myndi leiða til breytinga eða ekki,“ segir Jakob. Hann segist sammála Björgu Thorarensen um að stjórnvöldum beri að taka niðurstöðuna mjög alvarlega, þótt hún sé ekki þjóðréttarlega bindandi.

Í því sambandi megi velta því upp hvort fullvalda ríki beri ekki að fara eftir niðurstöðum slíkrar kærunefndar, úr því það kjósi að gerast aðili að kæruleiðinni, skv. valfrjálsum viðauka við samninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert