Ætla að kynna rök fyrir ESB-aðild

Samtök, hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, hafa ákveðið að hefja samstarf undir yfirskriftinni Já  Ísland. Segjast samtökin ætla að standa fyrir málefnalegri og upplýstri umræðu um ESB-aðild og markvissri kynningu á rökum og ástæðum fyrir aðildinni.

Í tilkynningu frá samtökunum segir, að opnuð hafi verið ný vefsíða undir merkinu Já Ísland. Þá hyggja samtökin á kynningar- og upplýsingaherferð með auglýsingum, greinaskrifum og  heimsóknum á vinnustaði og fundahöldum.

Að Já Ísland standa Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara Ísland og Ungir Evrópusinnar. 

jaisland.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert