Hátíðarsigling á Húsavík

Um tugur báta var í siglingunni og var siglt í …
Um tugur báta var í siglingunni og var siglt í um klukkustund, þeir sem lengst fóru sigldu að Lundey, í kringum eyjuna og til hafnar aftur. Hafþór Hreiðarsson

Um tugur báta tók þátt í skemmtisiglingu um Skjálfanda í björtu og góðu veðri í morgun. Siglingin markaði upphaf hátíðarhalda í Húsavík í tilefni sjómannadagsins.

 
Um tugur báta var í siglingunni og var siglt í um klukkustund, þeir sem lengst fóru sigldu að Lundey, í kringum eyjuna og til hafnar aftur. Þegar í land kom
byrjuðu hefðbundin skemmtiatriði auk þess sem grillaðar eru pylsur handa
hátíðargestum.

Dagskrá dagsins í dag lýkur svo með Hátíð hafsins,árshátíð sjómanna sem haldin er í kvöld á Fosshótel Húsavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert