Ítrekuðu bann við brotum

Gámabíll ekur inn á stöð endurvinnslustöðvar Sorpu við Ánanaust, gegn …
Gámabíll ekur inn á stöð endurvinnslustöðvar Sorpu við Ánanaust, gegn einstefnu.

Íslenska gámafélagið fundaði á föstudaginn með bílstjórum sínum eftir alvarlegt slys sem varð þegar bíl frá félaginu var ekið gegn akstursstefnu inn að svæði Sorpu í Dalvegi á miðvikudaginn.

Á fundinum var lagt bann við að aka gegn akstursstefnu inn á gámastöðvar Sorpu. Þrátt fyrir það ók bílstjóri félagsins gegn akstursstefnu inn á gámastöðina við Ánanaust, eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að rætt hafi verið sérstaklega við þann bílstjóra vegna málsins.

„Ástæðan fyrir því að keyrt var inn á svæðin gegn akstursstefnu er sú að við innkeyrslu á svæði Sorpu er oft mikill atgangur fólks og gjarna börn í fylgd með foreldrum sínum t.d. þegar verið er að koma með flöskur og dósir til endurvinnslu. Bílarnir okkar eru stórir og við töldum því heppilegra og öruggara að aka þeim inn á svæði Sorpu gegn akstursstefnu þar sem minna er um að fólk sé á gangi,“ segir Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert