Forðast að draga vegna tjónamála

Björgunarsveitir aðstoða vegfarendur í ófærð
Björgunarsveitir aðstoða vegfarendur í ófærð mbl.is/Golli

Björgunarsveitum í Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur verið bent á að forðast eftir megni að draga bíla sem eru fastir vegna þess að tjón sem verður á bílunum lendir á björgunarsveitunum.

Lárus Kristinn Guðmundsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, segir að á einum vetri hafi orðið tjón á allt að fimm bílum sem verið var að draga. Þá hefur sveitin þurft að greiða sjálfsábyrgð, 100.000 krónur, en heildartjónið er bætt með húftryggingu viðkomandi björgunarsveitarbíls.

Hann segir dæmi um að fólk hafi undirritað yfirlýsingu um að björgunarsveit skuli ekki vera ábyrg en samt sótt bætur til sveitarinnar vegna tjóns. „Þessum peningum er betur varið í þjálfun eða búnaðarkaup,“ segir Lárus. Aðrir hafa ákveðið að greiða sjálfir tjónið og ekki sótt bætur.

Hjá Landsbjörg fengust þær upplýsingar að tillaga um að ábyrgð verði færð frá björgunarsveitum yfir á bíleigendur sé til meðferðar á Alþingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert