Mistök að setja ekki bann

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík, við störf í miðborginni í …
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík, við störf í miðborginni í svokölluðum gönguhópi lögreglumanna. mbl.is/Júlíus

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir alveg ljóst að lögregla hefði náð enn betri árangri í baráttunni við skipulögð glæpasamtök ef hún hefði haft meiri fjármuni til umráða.

Í umfjöllun um mál lögreglunnar í Morgunblaðinu í dag segir Stefán, að ræða þurfi um auknar rannsóknarheimildir fyrir lögreglu og hann segir alls ekki of seint að banna starfsemi skipulagðra glæpahópa.

Stefán segir að lögreglu hafi undanfarið ár orðið verulega ágengt í baráttunni við skipulögð glæpasamtök. „Það er ekki nokkur einasta spurning að við gætum náð mun betri árangri ef við værum fleiri. Við hefðum tækifæri til að fara í fleiri mál. Og við hefðum þá, með tiltölulega litlum tilkostnaði, tækifæri til að ná þeim tökum á þessari starfsemi sem ekkert af okkar nágrannaríkjum lætur sig dreyma um. Þetta verkefni er ekki óyfirstíganlegt en það kallar á aukinn mannafla hjá lögreglu,“ segir hann.

Stefán bendir á að lögregla hafi ítrekað lagt til að lagt yrði bann við starfsemi glæpasamtaka og hann segir að það hafi verið mistök að gera það ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert