Falla frá meiðyrðamáli

Einar Marteinsson, foringi Vítisengla á Íslandi, í Héraðsdómi Reykjaness.
Einar Marteinsson, foringi Vítisengla á Íslandi, í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is

Vítisenglar hyggjast falla frá meiðyrðamáli gegn innanríkisráðherra, ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Forsprakki samtakanna situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás. Hann stefndi embættismönnunum fyrir þau ummæli að Vítisenglar væru glæpasamtök. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Vítisenglar, eða Hells Angels á Íslandi, stefndu Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu fyrir meiðyrði í desember. Stefnan var lögð fram bæði í nafni samtakanna og forsprakka þeirra, Einari Marteinssyni.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. janúar. Kröfðust Vítisenglar að tiltekin uppmæli yrðu dæmd dauð og ómerk og hinum stefndu yrði gert að greiða Einari og klúbbnum samtals 6,4 milljónir króna í miskabætur. Ögmundi var meðal annars stefnt fyrir að lýsa samtökunum sem skipulögðum glæpahópi sem stundaði ofbeldi.

Taka átti málið fyrir á reglulegu dómþingi á morgun en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV hafa Vítisenglar nú óskað eftir því að málið verði fellt niður. Fréttastofu er hins vegar ekki kunnugt um hvers vegna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert