Vilja banna skipulagða glæpahópa

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Þingflokkur Framsóknarflokksins lagði  í dag fram þingsályktunartillögu þess efnis að skipulögð glæpastarfsemi verði bönnuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir þróun skipulagðrar glæpastarfsemi sé ógnvekjandi að mati flutningsmanna og miðað við þróun mála sé ljóst að hér hafi skipulögð glæpasamtök fest rætur.

Flutningsmenn vilja banna slíka starfsemi og telja að hún brjóti í bága við 74. gr. stjórnarskrárinnar, svokallaða félagafrelsisgrein, en þeir telja að „glæpahóparnir sem hafa fest rætur hérlendis að undanförnu hafi ekki verið stofnaðir í löglegum tilgangi og því beri að banna starfsemi þeirra.“

Að mati flutningsmanna er brýnt að Alþingi taki afstöðu til málsins hið fyrsta  „svo ekki verði flotið sofandi að feigðarósi.“

Þingsályktunartillaga Framsóknarflokksins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert