Bjarni Sigursteinsson: Stenst bann á skipulögð glæpasamtök íslensk mannréttindi?

Bjarni Sigursteinsson
Bjarni Sigursteinsson mbl.is

Takmarkanir á félagafrelsi eru heimilar á Íslandi umfram það sem kveður á um í texta stjórnarskrár lýðveldisins. Hvort bann á einstök félög standist mannréttindi í gildi, veltur á getu stjórnvalda til að sanna þau atriði sem slíkt bann þarf að hvíla á. Þetta kemur fram í grein Bjarna Halldórs Sigursteinssonar í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni vekur einnig athygli á að í fram komnum tillögum stjórnlaganefndar um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands sé hins vegar lagt til að girt verði fyrir að heimilt sé að beita banni á félög til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Í lokaverkefni sínu til BA-prófs í lögfræði árið 2010 fjallaði Bjarni um það hvort bann á samtök Vítisengla samrýmist gildandi mannréttindum á Íslandi. Rannsókn hans leiddi í ljós að túlkun réttarins til félagafrelsis væri aðal álitaefnið við mat á því hvort bann á Vítisengla stæðist mannréttindi í gildi á Íslandi.

Bjarni segir að niðurstaða rannsókna hans sé aðallega sú að miðað við þau mannréttindi sem í gildi eru á Íslandi sé stjórnvöldum kleift að banna skipulögð glæpasamtök.

Hinsvegar þurfi almenningur á Íslandi þurfi að gera upp við sig hvort hann styðji breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands sem taki þetta úrræði frá stjórnvöldum og hugsanlega einnig löggjafarvaldinu.

Áskrifendur geta lesið grein Bjarna hér, en greinin er í heild í Morgunblaðinu í dag á bls. 25.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert