Reyna allt til þess að slökkva eldinn

Frá sinueldinum í Laugardal á Vestfjörðum í gærkvöldi.
Frá sinueldinum í Laugardal á Vestfjörðum í gærkvöldi. mbl.is

„Þetta gengur hægt en hefst. Við erum að gera rásir núna í svæðið og síðan verður bara dælt inn á það vatni bæði með dælum og haugsugum til þess að kæfa þetta alveg,“ segir Þorbjörn Jóhann Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, í samtali við mbl.is.

Eins og mbl.is hefur greint frá hefur sameiginlegt slökkvilið Ísafjarðar, Bolungarvíkur og Súðavíkur unnið að því að slökkva sinueld sem logað hefur í Laugardal á Vestfjörðum frá því síðastliðinn föstudag en eldurinn nær yfir 4-5 hektara svæði.

Notast er við gröfu við að grafa rásirnar með það fyrir augum að hindra frekari útbreiðslu eldsins. Þorbjörn segir að það taki einhverja daga. Aðspurður segir hann stöðuna að öðru leyti óbreytta og allt sé reynt til þess að ráða niðurlögum eldsins.

Frétt mbl.is: Gæti staðið í nokkra daga í viðbót

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka