Bændur fundi með samninganefnd

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hversu lítið samráð samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við ESB, hefur haft við íslenska bændur í viðræðum sínum. Framsóknarmenn vilja að fulltrúar Bændasamtaka Íslands komi til fundar við utanríkismálanefnd ásamt nefndinni.

Samningsafstaða vegna aðildarviðræðna við ESB voru til umræðu á fundi utanríkismálanefndar í dag og samningahópar komu á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. Tólfti kafli samninganna var m.a. til umræðu í morgun þar sem mál eins og matvælaöryggi ásamt heilbrigði dýra- og plantna eru í forgrunni.

Gunnar Bragi segir samninganefndina hafa hist tvisvar vegna málsins áður en hún kom á fund utanríkismálanefndar og segir það óásættanlegan undirbúning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert