Undirbúa rafræna íbúakosningu í vor

mbl.is/Brynjar Gauti

Undirbúningur að rafrænum íbúakosningum eða atkvæðagreiðslum um einstök málefni í sveitarfélögum er að komast á skrið.

Eins og fram hefur komið verður kosið með rafrænu kosningakerfi sem spænska fyrirtækið Scytl hefur þróað í tveimur sveitarfélögum í vor eða síðar á árinu.

Eftir kynningarfund í fyrradag hafa sveitarfélög verið hvött til að bregðast skjótt við og gera tilraun með rafræna atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Þjóðskrá skrifaði nýverið undir samning við Scytl um afnot af búnaði til að nota við rafrænar kosningar og þurfa fyrstu tvö sveitarfélögin sem efna til atkvæðagreiðslu með þessu kerfi ekki að borga fyrir afnotin af því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert