Segir lundaveiðar vart forsvaranlegar

Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands segir vart forsvaranlegt að lundi verði veiddur nokkurs staðar á landinu í ár.

Talsvert sé reyndar af lunda á norðanverðu landinu en ástandið sé slæmt syðra, sérstaklega í Vestmannaeyjum, og fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af heildarstærð stofnsins. Bæjarráð Vestmannaeyja tekur ákvörðun eftir helgi um hvort leyfa eigi lundaveiðar þar í ár.

Undanfarna daga hefur Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, farið um landið og kannað ástand lundastofnsins. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ingvar lundaveiðar í Vestmannaeyjum ekki ráðlegar í ár. „Okkur finnst það ekki forsvaranlegt á meðan ástandið er eins og það er. Hvað veiðar á landsvísu varðar virðist lundinn vera í blússandi vexti fyrir norðan,“ segir Ingvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert