Bæjarstjórinn gæddi sér á kjúkling

Haraldur Sigurðson, bæjarstjóri, Hjalti Úrsus Árnason, skipuleggjandi hátíðarinnar, og kjúklingaframleiðendur …
Haraldur Sigurðson, bæjarstjóri, Hjalti Úrsus Árnason, skipuleggjandi hátíðarinnar, og kjúklingaframleiðendur hituðu upp fyrir hátíðina í dag og gæddu sér á kjúkling.

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin í ellefta sinn næstkomandi helgi í Mosfellsbæ. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, Hjalti Úrsus Árnason, skipuleggjandi hátíðarinnar, og kjúklingaframleiðendur hituðu upp fyrir hátíðina í dag og gæddu sér á kjúkling.

Þessa helgi bjóða Mosfellingar heim og tjalda öllu því besta sem bærinn hefur uppá að bjóða. Í tilkynningu segir að dagskráin sé vegleg í ár sem aldrei fyrr. „Nýjungar eins og ullarþema, tindahlaup og kjúklingafestival standa upp úr og gefa tilefni til að gera sér ferð í Mosfellsbæinn næstu helgi.

Í ár verður Tindahlaup Mosfellsbæjar haldið með veglegum hætti. Hlaupið er ein leið til að njóta þeirrar frábæru aðstöðu sem Mosfellsbær býður upp á í útivist og hreyfingu. Hlaupið er utanvegahlaup eða náttúruhlaup og boðið er upp á fjórar vegalengdir. Ýmsir íþróttaviðburðir hafa verið hluti af bæjarhátíð frá upphafi enda Mosfellsbær Heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á að gera holla valkosti aðgengilega í hvívetna.

Ein stærsta nýjung hátíðarinnar er Kjúklingafestival sem haldið verður að Varmá á laugardag. Þar verður gestum boðið upp á að smakka kjúkling frá öllum helstu framleiðendum landsins. en einnig að kaupa sér smáskammta frá þekktum veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu.

Á laugardag verða árlegir viðburðir eins og stórsýning í umsjón Flugklúbbs Mosfellsbæjar á flugvélum og fornbílum á Tungubökkum, tónleikar og uppákomur í garðinum heima, barnadagskrá, skottmarkaður, listsýningar og fleira. Á laugardagskvöld verða haldnir stórtónleikar á Miðbæjartorgi. Færeyski Mosfellingurinn Jógvan Hansen kynnir og landsþekktir listamenn koma fram eins og systkinin Páll Óskar og Diddú og hljómsveitin Kaleo. Dagskránni lýkur með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Kyndils.

Útimarkaðir í Mosfellsdal og í Álafosskvos verða á sínum stað. Falleg umgjörð og gæðavara.

Höfuðborgarbúar og landsmenn allir eru hvattir til að kíkja í heimsókn og njóta helgarinnar Í túninu heima. Leið 15 hjá Strætó verður gjaldfrjáls á laugardag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert