Minni vanskil og færri uppboð

Neytendavernd er veik og óskýr.
Neytendavernd er veik og óskýr. mbl.is/ÞÖK

Vanskil á smálánum eiga þátt í því að fækkun einstaklinga á vanskilaskrá er ekki meiri en raun ber vitni, að sögn Hákons Stefánssonar, framkvæmdastjóra Creditinfo.

Í fréttaskýring um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að 27.813 einstaklingar eru á vanskilaskrá í dag en voru 28.321 á sama tíma í fyrra. Uppboðsmálum hefur einnig fækkað; það sem af er þessu ári hafa farið fram 1.032 framhaldsuppboð en voru 1.907 á sama tíma í fyrra.

Pétur H. Blöndal alþingismaður hefur oft vakið athygli á starfsemi smálánafyrirtækja og bent á þann mikla kostnað sem fylgir þeim fyrir lántakandann, en dæmi eru um að fólk greiði 2.500 krónur í kostnað fyrir 10 þúsund króna lán. „Neytendavernd á fjármálamarkaði er of veik og ekki nægilega skýr,“ segir Pétur í Morgunblaðinu og bendir á að ekki sé alltaf ljóst hvort mál falli undir Neytendastofu eða Fjármálaeftirlitið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert