Ökumaður í annarlegu ástandi olli slysi

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á áttunda tímanum í morgun um bifreið sem ekið var á konu í austurbænum. Ökumaðurinn var sagður í annarlegu ástandi og var bifreiðinni ekið á brott. 

Samkvæmt upplýsingum á vettvangi var konan að slíta sambandi við ökumanninn og ók hann á hana í kjölfarið.   

Konan var flutt í sjúkrabifreið á Slysadeild mögulega fótbrotin. Bifreiðin fannst skömmu síðar í miðbænum en málið er í rannsókn lögreglu. 

Tilkynnt var um innbrot í matvöruverslun í Seljahverfi snemma í morgun. Þar hafði útihurð verið spennt upp og farið inn. Ekki er ljóst hverju var stolið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert