Stærsti skjálfti dagsins 4,8 stig

Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. Rax / Ragnar Axelsson

Um 30 jarðskjálftar hafa mælst við öskju Bárðarbungu frá klukkan sjö í morgun en stærsti skjálftinn, sem mældist 4,8 stig, varð laust fyrir klukkan 18 í kvöld. Í ganginum hafa um 10 jarðskjálftar mælst á sama tímabili og voru þeir allir undir 1,5 stigum. 

Segir frá þessu í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni á svæðinu við gosstöðvarnar í Holuhrauni mælist nú svipuð og undanfarna daga. Hins vegar hefur enginn skjálfti mælst stærri en 5 stig frá því á mánudag sl. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands virðist gang­ur­inn í gos­inu vera svipaður og und­an­farna daga. Slæmt veður hefur haft nokkur áhrif á jarðskjálftamælingar á svæðinu en það veldur t.a.m. því að minni skjálftar mælast síður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert