Afar hvasst í Norðurþingi

Afar hvasst er í Norðurþingi að sögn lögreglunnar á Húsavík en ekki er teljandi ofankoma í bænum. Leiðin milli Húsavíkur og Akureyrar er lokuð vegna ófærðar í Víkurskarði.

Þrátt fyrir hvassviðrið hefur allt gengið stóráfallalaust fyrir sig en lögreglan var með viðbúnað á hafnarsvæðinu á Húsavík í gærkvöldi vegna óveðursins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki er mjög leiðinlegt veður í Skagafirði, afar hvasst og skafrenningur. Það er hins vegar ágæt færð innanbæjar en víða mjög hált. 

Hálka, hálkublettir og skafrenningur er víða á Norðurlandi vestra, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Ófært er á Víkurskarði. Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Snjóþekja og óveður er á hálsum og Hófaskarði. Hálka og óveður er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert