Jón syngur lag heimsmeistaramótsins í Katar

Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir ásamt börnum sínum, Jóni …
Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir ásamt börnum sínum, Jóni Tryggva, 18 mánaða og Mjöll, 11 vikna.

Þegar tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og fjölskylda voru stödd úti á Flórída fyrir stuttu fékk Jón símtal frá Los Angeles. Honum var boðið að taka þátt í skemmtilegu alþjóðlegu verkefni, að syngja lag heimsmeistaramótsins í handbolta ásamt öðrum poppstjörnum.

Jón tók tilboðinu og var flogið með alla fjölskylduna til Madrid á Spáni daginn eftir og dvöldu þau þar í nokkra daga áður en ferðinni var heitið aftur heim. Jón segir það hafa verið lyginni líkast hvað vel gekk að ferðast með fjölskylduna og þar á meðal litlu börnin sín tvö frá Bandaríkjunum til Spánar.

„Það var virkilega gaman að fá þetta verkefni. Ég þekkti þó engan þarna en ákvað að gúggla nokkra, t.d. sænska gæjann sem ég spjallaði mikið við. Þá var hann með yfir 19 milljón áhorf á Youtube. Svo prófaði ég að gúggla franska náungann, Mani Hoffman, sem var orðinn mikill vinur minn. Hann samdi meðal annars lagið Starlight sem sló í gegn í kringum aldamótin,“ segir Jón í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.

Í janúar mun Jón síðan ferðast til Katar og syngja lagið með hópnum í beinni útsendingu fyrir framan alheim en heimsmeistaramótið í handbolta hefst 15. janúar.

Frétt mbl.is: Lukkudísir í lífi Jóns Jónssonar

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka