Einar Öder sæmdur heiðursmerki LH

Einar Öder í myndbandinu.
Einar Öder í myndbandinu. Skjáskot af Youtube

Einar Öder Magnússon var sæmdur heiðursmerki Landsambands hestamannafélaga á uppskeruhátíð sambandsins á laugardag. Einar Öder er þekkt nafn á meðal hestamanna á Íslandi og hefur hann verið í landsliði hestamanna, sem knapi, þjálfari og liðstjóri.

Jafnframt var Árni Björn Pálsson valinn knapi ársins 2014 og Þóroddsstaðir valdir ræktunarbú ársins 2014. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér.

„Það sem skapar afreksmann eins og Einar, sem einnig nýtur virðingar sem persóna, er næmni, auðmýkt og sýn á verkefni hestamennskunnar og vilji til að miðla af jákvæðni og ástríðu,“ segir í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga.

Í myndbandinu hér að neðan sem hestavefurinn Isibless tók saman þakkar Einar Öder heiðurinn en hann gat ekki verið viðstaddur athöfnina á laugardag. Jafnframt má þar sjá umfjöllun um feril knapans síðustu fjörtíu árin.

Einar Öder Magnússon á Landsmóti hestmanna árið 2012.
Einar Öder Magnússon á Landsmóti hestmanna árið 2012. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert