Rúmlega 600 manns hófu nám við Háskóla Íslands

Háskólatorg
Háskólatorg mbl.is/Kristinn

Rúmlega 600 manns hófu nám við Háskóla Íslands í janúar. Um 150 þeirra eru skiptinemar.

Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands hafa 460 nýir nemendur staðfest skólavist með því að greiða staðfestingargjald. Að auki hófu 150 nýir skiptinemar nám við skólann þessa önnina og því hófu rúmlega 600 manns nám við skólann.

Heildarfjöldi nemenda við HÍ er tæplega fjórtán þúsund. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum eru stærstu námsgreinar skólans viðskiptafræði, lögfræði, sálfræði, hjúkrunarfræði og tölvunarfræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert