Veðrið og leysingar hjálpuðu til við að losna við mengun

Eldurinn í Holuhrauni.
Eldurinn í Holuhrauni. mbl.is/RAX

„Þarna kom fram að fyrstu niðurstöður benda til að allt hafi farið vel en það er hinsvegar of snemmt að fullyrða það.“

Þetta segir Halldór Runólfsson fyrrverandi yfirdýralæknir, en hann var fundarstjóri á málþingi sem fram fór í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Bændasamtaka Íslands, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Halldór segir að ýmislegt forvitnilegt hafi komið fram á þinginu en meginniðurstaðan hafi verið sú að margt bendi til þess að landið hafi sloppið betur en á horfðist, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert