Mikil heitavatnsnotkun í kuldanum

Veturinn í ár var afar kaldur og það kemur bersýnilega …
Veturinn í ár var afar kaldur og það kemur bersýnilega í ljós þegar litið er á notkun heitavatns á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Þórður

Met hefur verið slegið í hverjum einasta mánuði frá áramótum í notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Árið 2013 var metárið hjá hitaveitunni þrátt fyrir að janúar og febrúar hafi verið mildir það ár. Árið 2015 hefur hins vegar verið afar kalt og met því slegið í hverjum einasta mánuði hingað til. 35 milljón tonn af heitu vatni runnu í húsin á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun til maíloka. Er það 8% meira en meðaltal áranna tveggja á undan. 

Í tilkynningunni frá OR segir að meðalkostnaðaraukning á heimili vegna aukinnar notkunnar á heitu vatni í maí einum hafi verið um 1.360 krónur. 

Myndin sýnir notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu.
Myndin sýnir notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Orkuveita Reykjavíkur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert