Einkaþota sprakk á bílastæði

Skjáskot af vefsíðu Sky.

Fjórir létust þegar einkaþota brotlenti á bílauppboði. Atvikið átti sér stað nærri Blackbushe flugvellinum um klukkan þrjú í dag. Flugvélin, sem er af gerðinni Phenom 300, fór eins og jarðýta gegnum bílastæðið.

Engan á jörðu niðri sakaði, en flugmaðurinn og þrír farþegar létust. Flugvellinum var lokað af þessum sökum. Í myndbandi á vef Sky má sjá hvernig umhorfs er á slysstað. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Sjónarvottur, sem var að kaupa bíl, segir að flugvélin hafi sprungið.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://embed.theguardian.com/embed/video/world/video/2015/jul/31/aftermath-blackbushe-plane-crash-video" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert