Fyrstu 20 mínúturnar mikilvægar

„Ef allt væri eðlilegt ættu þeir að vera með smá í maganum,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, um leikmenn Hollands. Það sé þó ekki að sjá og augljóst sé að þeir ætli að valta yfir okkar menn í Amsterdam. Staðan í riðlinum sýni þó svart á hvítu hversu gott íslenska landsliðið sé orðið og að engan veginn sé hægt að taka því sem gefnu að sigra lið sem hefur skorað fjórtán mörk og fengið á sig þrjú í sex leikjum. 

Arnar segir Hollendinga líta stórt á sig enda séu þeir ein besta knattspyrnuþjóð í heimi, hinsvegar gæti það komið þeim í koll nái þeir ekki að komast yfir á fyrstu 20 mínútum leiksins. Pressan gæti náð til þeirra ef leikurinn þróist ekki eins og þeir óski sér og stuðningurinn gæti minnkað hjá þeim 50 þúsund áhorfendum sem koma til með að vera á þeirra bandi á Amsterdam Arena í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert