Íslensk efnisveita kynnt til sögunnar

SkjárEinn.
SkjárEinn. mbl.is/Golli

Neytendur vilja ekki láta stýra því hvenær þeir horfa á sjónvarpsefni og línulegar áskriftarstöðvar eiga undir högg að sækja. Þetta segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

Þann 1. október nk. mun SkjárEinn breytast í gagnvirka efnisveitu fyrir áskrifendur og verða gæðaútgáfa þjónustunnar. Stöðin verður þó aðgengileg notendum í opinni línulegri dagskrá án endurgjalds.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag um þetta efni segir Orri, að með þessu séu Síminn og SkjárEinn að fylgja þróuninni í tónlistar-, sjónvarps- og tölvuleikjageiranum þar sem notendur fá ókeypis aðgang að takmörkuðum hluta þjónustunnar með möguleika á að greiða fyrir meiri þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert