Dæling úr Perlu undirbúin

Til stendur að hefja dælingu úr sanddæluskipinu Perlu, sem situr á botni gömlu hafnarinnar við Ægisgarð í Reykjavík, um hádegisbil á mánudaginn og stendur undirbúningur að því yfir. Meðal annars hefur stórum pramma verið komið fyrir á staðnum í því skyni að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Faxaflóahafna.

Perla sökk í Reykjavíkurhöfn að morgni 2. nóvembers en verið var að sjósetja skipið eftir það hafði verið í slipp. Ekki liggur endanlega fyrir hvað olli því að skipið sökk. Erfiðlega hefur gengið að ná því upp til þessa þrátt fyrir tilraunir til þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert