Pilturinn er látinn

Morgunblaðið/Sverrir

Pilturinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á Holtavörðuheiði sl. laugardag er látinn. Tildrög slyssins voru þau að fólksbíll á norðurleið fór út af þjóðvegi 1 á Holtavörðuheiði og farþegi í aftursæti, sem ekki var í bílbelti, kastaðist út úr bifreiðinni er hún fór nokkrar veltur.

Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn. Pilturinn var á átjánda aldursári. Ökumaður og farþegi í framsæti sluppu með minniháttar meiðsli.

Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi.

Frétt mbl.is: Engin breyting á líðan piltsins

Frétt mbl.is: Fluttur með þyrlu eftir bílslys

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert