Verið hrópandinn í eyðimörkinni

Frá fundinum í morgun. Fulltrúar ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra.
Frá fundinum í morgun. Fulltrúar ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ríkisskattstjóri hefur ítrekað á undanförnum áratug reynt að vekja athygli á þeim vandamálum sem tengjast skattaskjólum en upplifað sig oft eins og hrópandann í eyðimörkinni í þeim efnum. Þetta kom meðal annars fram í máli Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Skattrannsóknastjóri greindi frá því að þrjátíu mál tengd aflandsfélögum hefðu verið send til ríkisskattstjóra þar sem grunur er um undanskot.

Frétt mbl.is: Ráðgjöf ætti að vera refsiverð

Skúli sagði meginvandann vera þá leynd sem umlyki slík mál. Ekki væri endilega verið að leyna upplýsingum fyrir skattaupplýsingum heldur einnig eignarhaldi sem gæti til að mynda varðað skammkeppnissjónarmið. Það sem máli skipti fyrir skattyfirvöld væri að fá upplýsingar en þær hefðu sjaldnast fengist nema með áhlaupum eða sambærilegum aðgerðum.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri gerði grein fyrir þeim gögnum sem embættið keypti um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Um væri að ræða um 600 félög. Sagði húm að flest þau mál tengdust Landsbankanum í Lúxemburg en ekki öll. Hluti tengdist norræna bankanum Nordea. Flest væru skráð á Bresku jómfrúareyjum eða 80% þeirra. Næstflest í Panama og þá kæmu Seychelles-eyjar.

Bryndís sagði að sumir ef þeim einstaklingum sem um væri að ræða væru látnir og hluti einnig búsettur erlendis. Þá hefðu um 30 áður komið við sögu í rannsóknum skattrannsóknarstjóra. Annað hvort vegna sömu félaga eða annarra. Um eittt hundrað einstaklinga í gögnunum hefðu gert grein fyrir eignarhaldi. Skattrannsóknarstjóri hefði sent þrjátíu mál til ríkiskattstjóra og kæmi í ljós að um undanskot væri að ræða kæmu málin væntanlega aftur til skattrannsóknastjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert