Alvarlegar afleiðingar

Fjölmenni var í kröfugöngu um Laugaveg á verkalýðsdaginn.
Fjölmenni var í kröfugöngu um Laugaveg á verkalýðsdaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að það myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar á vinnumarkaði ef svo færi að ekki næðist að samþykkja húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingiskosningar.

Það yrði hreinn og klár forsendubrestur í kjarasamningum ASÍ og SA, en þeir koma næst til endurskoðunar í febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gylfi Arnbjörnsson sagði í ræðu á útifundi á Ingólfstorgi á verkalýðsdaginn að nú knýði ófremdarástand í húsnæðismálum margra félaga hreyfinguna til að láta á ný til sín taka í húsnæðismálum. Við gerð síðustu kjarasamninga hefði verið lögð mikil áhersla á hækkun húsnæðisbóta og stofnun nýs félagslegs húsnæðiskerfis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert