Minni snjór en sést hefur lengi

Þeir sem fylgjast með hálendinu bókstaflega „sjá“ snjóinn þiðna í …
Þeir sem fylgjast með hálendinu bókstaflega „sjá“ snjóinn þiðna í hlýindunum mbl.is/RAX

„Þetta er minnsti snjór sem ég hef séð á hálendinu,“ segir Ómar Ragnarsson, fréttamaður og flugmaður, sem fylgist vel með á hálendinu og landinu öllu.

Hann segir að þetta eigi við landið sunnan og norðan jökla en undanskilur hálendi Vestfjarða og Tröllaskaga. Hann hefur farið árlega um hálendið norðan jökla í tuttugu ár og aldrei séð jafn lítinn snjó og nú.

Ljósbrúnu dílarnir á loftljósmyndinni sem Ragnar Axelsson tók af Jökulgili á Landmannaafrétti fyrir skömmu sýna hvað snjórinn hefur þiðnað þar um slóðir. Raunar má sjá á vefmyndavélum, til dæmis úr Veiðivötnum, að skaflarnir eru að hverfa. Talsverður munur sést á milli daga, að því er fram kemur í umfjöllun um snjóleysi á hálendinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert