Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

Bjarni Benediktsson sagði styttri ræðu hleypa meira lífi í salinn.
Bjarni Benediktsson sagði styttri ræðu hleypa meira lífi í salinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið í dag. Umræðurnar hefðu tekist ágætlega því ráðherrar hefðu verið til staðar til að svara fyrirspurnum.

„Þessar örlítið styttri ræður hleypa meira lífi í salinn heldur en þessar löngu þungu,“ sagði Bjarni, en ræðutíminn er nú styttri en venjulega vegna þess að tíminn sem þingið hefur til að afgreiða frumvarpið er mjög knappur. Umræðurnar í dag snerust að miklu leyti um heilbrigðiskerfið.

Þakkaði Bjarni að lokum fyrir að það virtist sem allir væru að reyna að gera gott úr stöðunni, þrátt fyrir ólík sjónarmið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka