Virðist hafa hægt á landrisinu

Mælingar í Öskju. Erfitt reynist að túlka nýju mælingarnar með …
Mælingar í Öskju. Erfitt reynist að túlka nýju mælingarnar með góðum hætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæg breyting virðist hafa orðið á því landrisi sem áður mældist stöðugt í Öskju. Þetta má ráða af mælingum tveggja gps-stöðva Veðurstofunnar ofan á eldstöðinni.

„Það hefur rólega dregið úr risinu á þessum tveimur stöðvum. Þær eru komnar nokkuð nálægt því að nema staðar, en ekki samt alveg – þær eru enn á uppleið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur Veðurstofunnar í jarðskorpuhreyfingum, í samtali við Morgunblaðið.

„En svo er önnur stöð, sem er í miðjunni á þessu öllu saman – við Ólafsgíga, og hún sýnir ekki neina breytingu. Sömuleiðis sést engin skýr breyting á stöðinni í Jónsskarði, sem er líka inni í öskjunni. Að minnsta kosti ekki enn.“

Tekur tima að sjá hvað þetta þýðir

Hann segir erfitt að túlka þessar mælingar svo vel sé. Skrýtið sé að svo nálægar stöðvar sýni jafn ólík merki.

„Við klórum okkur aðeins í hausnum yfir þessu. Af hverju breytingin sést bara á tveimur stöðvum en ekki öllum. Það mun taka svolítinn tíma að sjá hvað þetta þýðir og hvað það er í raun sem á sér stað þarna.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert