Bólusetningar gegn Covid-19 hafnar

Bólusetning.
Bólusetning. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bólusetningar hófust í gær gegn Covid-19 þetta haustið, en Covid-bóluefnið Comirnaty Omicron XBB.1.5 verður notað við bólusetningar í vetur.

Hægt er að fá bólusetningu við bæði kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma, en þó ekki fyrr en um miðjan október því bóluefni vegna inflúensu verður ekki komið fyrr en þá.

Afhending inflúensubóluefnis hefst 16. október en boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október.

Heilsugæslan sinnir bólusetningum auk hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa og einnig eru nokkur apótek á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á þessa þjónustu. Hægt er að nálgast fyrirkomulag bólusetninganna á vefsíðum þessara stofnana.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert