Áhugaleysi á að birta niðurstöður

Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla.
Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla.

„Það virðist vera að hluti þeirra sem stjórna hafi ekki áhuga á að skólarnir fái niðurstöðurnar,“ segir Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla spurður hvers vegna niðurstöðurnar úr PISA-könnuninni hafi ekki verið birtar.

„Menntamálastofnun veit ekki hvað hún ætlar að gera við upplýsingarnar,“ segir hann um niðurstöðurnar. „Hún hefur sent þetta til sveitarfélaga og líka til landshluta.“

Hann segir jafnræði ekki ríkja, fái bara landshlutarnir og sveitarfélög niðurstöðurnar. Nefnir hann sem dæmi að þegar sveitarfélag eins og til dæmis Grindavíkurbær, þar sem einn skóli er, fái niðurstöður úr könnuninni liggi í augum uppi hvernig frammistaðan er hjá nemendum skólans.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert