Borgin vill sundurgreindar niðurstöður PISA

Ísland stóð sig verst allra Norður­landa í könn­un­inni.
Ísland stóð sig verst allra Norður­landa í könn­un­inni. mbl.is/Hari

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að senda tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem felur í sér að kalla eftir sundurgreindum niðurstöðum úr PISA-könnuninni árið 2022 niður á hvern þátttökuskóla í Reykjavík, til umsagnar Menntamálastofnunar.

Á að nýta niðurstöðurnar sem mælitæki til að meta árangur einstakra skóla, hvar úrbóta sé þörf og setja grunnskólum borgarinnar mælanleg markmið.

Ísland stóð sig verst allra Norður­landa í könn­un­inni og niður­stöður sýna að 40% nem­enda geta ekki lesið sér til gagns eft­ir að hafa lokið grunn­skóla­námi á Íslandi.

Sundurgreindar upplýsingar ekki til staðar

Eist­land er efst Evr­ópu­landa í niður­stöðum PISA-könn­un­ar­inn­ar.

Krist­ina Kallas, mennta­málaráðherra lands­ins, sagði í sam­tali við mbl.is í des­em­ber að mik­il­vægt væri að upp­lýsa skól­ana um gengi nem­enda þeirra, til að skól­arn­ir geti metið styrk­leika sína og horft til þess sem þarf að bæta.

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við mbl.is á dögunum að stofnunin byggi ekki yfir gögnum sem sýndi frammistöðu einstakra grunnskóla eða sveitarfélaga í PISA-könnuninni, heldur aðeins heildarniðurstöðu yfir nemendur Reykjavíkurborgar.

Vill ekki senda niðurstöður sem eru ekki réttar

Sagði hún auk þess niðurstöðurnar fyrir hvern skóla geta verið misvísandi þar sem nemendur taki flestir bara einn hluta úr prófinu, sem er þrískipt, og spurningar misþungar.

Þannig gæti þess vegna eitt barn tekið nátt­úru­vís­inda­hlut­ann og eitt barn stærðfræðihlut­ann eða tvö hvorn hluta í ein­um ákveðnum skóla. Ætlum við þá að bera ábyrgð á því að senda þær niður­stöður í skól­ann sem eru ekki rétt­ar?“ sagði hún í viðtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert