Nú ætla ég að vera dugleg í ræktinni!

Sandra Björg Helgadóttir kennir líkamsrækt auk þess að vera með sérsniðin námskeið fyrir líkama og sál á netinu. Hjá Kvan og Absolute training kennir hún fólki að setja sér raunhæf markmið og hvernig á að ná þeim.

Hvernig á fólk að setja sér markmið til að ná betri heilsu?

„Ég tala alltaf fyrir Smart-markmiðaformúlunni sem er kennd í Kvan og ég innleiddi líka í Absolute training. Við setjum oft of óljós markmið því það er þægilegt,“ segir Sandra og nefnir að það að segjast ætla að vera duglegri í ræktinni sé gott dæmi um óljós markmið.

Litlu skrefin dýrmætust

„Fyrsta skrefið er að setjast niður og ákveða hvernig markmið þú vilt setja þér, en Smart stendur fyrir skýr, mælanleg, aðlaðandi, raunhæf og tímasett. Langar þig að ná fleiri hnébeygjum eða langar þig að hlaupa maraþon? Markmiðin verða að vera skýr og ég hvet fólk til að velja eitthvað sem það hlakkar til að gera,“ segir hún.

„Það er algengt að fólk sem er að byrja í hreyfingu setji sér of há markmið og ég mæli þá með að fólk byrji rólega. Við eigum það svo til að fara út í öfgar, hvort sem það er í hreyfingu eða mataræði. Litlu skrefin eru dýrmætust,“ segir hún og segir að hvert lítið skref séu framfarir.

„Þá erum við að tryggja að markmiðin endist miklu lengur.“

Viðtal við Söndru í heild má finna í Dagmálum hér

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert