Slökkviliðið aftur kallað í Fellsmúla

Slökkviliðsmenn vörðust eldinum í byggingu N1 á efri hæðinni, svo …
Slökkviliðsmenn vörðust eldinum í byggingu N1 á efri hæðinni, svo eldurinn myndi ekki berast í Hreyfilshúsið. mbl.is/Arnþór

Óskað var eftir aðkomu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í Fellsmúla í dag þar sem var farið að rjúka úr dóti sem þurfti að kæla. 

Þetta segir Bjarni Ingimars­son, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, í samtali við mbl.is, en stórbruni varð í Fellsmúla í gær þegar eldur braust út í bifreiðaþjónustu N1 að Fellsmúla 24. 

Aðspurður segir Bjarni eðlilegt að slökkviliðið fari aftur á vettvang til að kæla eftir stóra bruna. Það sé vegna þess að það geti ávallt verið glóð undir brunarústum sem síðan getur rokið úr. 

Þegar búið var að kæla í Fellsmúlanum yfirgaf slökkvilið vettvang á ný, en áfram verður fylgst með húsnæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert